40 ára Bergrún Íris Sævarsdóttir ólst upp í Kópavogi hjá foreldrum sínum og tveimur systkinum. Eftir að hafa lokið stúdentsnámi frá Myndlistarbraut FG útskrifaðist hún með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands auk diplómagráðu í teikningu frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Bergrún starfaði um tíma sem blaðamaður og fjölmiðlakona áður en hún sneri sér að heimi barnabókanna.

„Ég er gríðarlega þakklát fyrir að starfa við það sem ég elska, að skrifa og teikna fyrir langskemmtilegustu lesendurna. Að lesa með börnum eykur ekki bara orðaforða þeirra heldur líka samkennd, víðsýni og virðingu fyrir náunganum, og af því er víst aldrei nóg.“

Bækur Bergrúnar hafa vakið mikla lukku meðal lesenda og hefur hún meðal annars hlotið Vestnorrænu bókmenntaverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Íslands,

...