Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sem haldinn verður í lok þessa mánaðar.

Guðlaugur Þór greindi frá ákvörðun sinni í Kastljósi og sagði þar að hann teldi það best að þeir sem hefðu tekið þátt í „ákveðnum núningi“ innan flokksins héldu sér til hlés að þessu sinni.

Hann tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar, hann væri nýkjörinn á þing og hlakkaði til að takast á við þau verkefni sem þar biðu. Þá sagði Guðlaugur að hann myndi ekki lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda að svo stöddu.