Björgólfur Guðmundsson athafnamaður lést sunnudaginn 2. febrúar 2025 á 85. aldursári.
Hann fæddist 2. janúar 1941, sonur hjónanna Kristínar Davíðsdóttur húsmóður og Guðmundar Ólafssonar bílstjóra og ólst upp ásamt fimm systkinum á Framnesvegi. Hann stundaði íþróttir með KR og gekk í Melaskóla, Gagnfræðaskólann við Hringbraut og síðan Verslunarskólann og útskrifaðist þaðan stúdent 1962.
Björgólfur stofnaði Dósagerðina hf. 1962, en var 1977 ráðinn forstjóri Hafskips hf., sem hann stýrði til 1986. Næstu ár starfaði hann einkum í Danmörku, en var 1991 ráðinn forstjóri Gosan, síðar Viking Brewery. Árið 1995 stofnaði hann drykkjagerðina Bravo í Pétursborg í Rússlandi, m.a. í félagi við son sinn Björgólf Thor. Upp frá því sinnti Björgólfur fjárfestingum og stjórnarsetu í fjölda fyrirtækja, þar á meðal Bravo International, Pharmaco, Primex og Balkanpharma, en fjárfesti einnig í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eftir kaup á Landsbankanum árið 2003 tók Björgólfur
...