Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir fæddist 4. febrúar 1975 í Keflavík og ólst upp bæði þar og í Garði. „Ég æfði og keppti í sundi með UMFN og SFS og var í unglingalandsliði í sundi. Æska mín einkenndist af sterku samfélagi Suðurnesja, þar sem ég…
Fjölskyldan Frá útskrift Sesselju úr EMBA-náminu í London.
Fjölskyldan Frá útskrift Sesselju úr EMBA-náminu í London.

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir fæddist 4. febrúar 1975 í Keflavík og ólst upp bæði þar og í Garði.

„Ég æfði og keppti í sundi með UMFN og SFS og var í unglingalandsliði í sundi. Æska mín einkenndist af sterku samfélagi Suðurnesja, þar sem ég naut mín í umhverfi sem tengdist íþróttum og virku félags- og menningarlífi.“

Sem barn dvaldi Sesselja þrjú sumur í sveit á bænum Steig í Mýrdal, þar sem hún kynntist sveitalífinu og störfum tengdum landbúnaði.

Sesselja hóf grunnskólanám í Gerðaskóla í Garði, en færði sig síðar yfir í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Keflavík. Hún stundaði framhaldsnám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1995. Eftir það hóf hún nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og lauk kandídatsprófi þaðan árið 2000. Lokaverkefni sitt vann hún við Háskólann

...