Formenn stjórnarflokkanna kynntu þingmálaskrá sína á blaðamannafundi í gær, þau frumvörp sem hver ráðherra hyggst leggja fram á 156. löggjafarþinginu, sem sett verður í dag. Ekki gætir mikilla nýmæla í þingmálaskránni, segja má að flest mála…
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Formenn stjórnarflokkanna kynntu þingmálaskrá sína á blaðamannafundi í gær, þau frumvörp sem hver ráðherra hyggst leggja fram á 156. löggjafarþinginu, sem sett verður í dag.
Ekki gætir mikilla nýmæla í þingmálaskránni, segja má að flest mála ríkisstjórnarinnar hafi verið kynnt um leið og stjórnarsáttmálinn, en þar er líka dágóður stabbi endurfluttra mála síðustu ríkisstjórnar.
Eitt og eitt glænýtt mál slæddist þó inn og má nefna lögfestingu jólaeingreiðslu til aldraðra og öryrkja, sem Inga Sæland var sérlega ánægð með að geta kynnt.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mál fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar. Þar kann í lengd mestu að muna um stöðugleikareglu ríkisfjármála, sem
...