Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur leggjast eindregið gegn tillögu Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni og munu greiða atkvæði gegn henni, en tillagan verður borin undir atkvæði á fundi borgarstjórnar í dag. Þetta segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið.
Viðbótarskattur lagður á
„Gatnagerðargjöld í Reykjavík munu hækka um allt að 90% samkvæmt tillögu borgarstjóra, en slík hækkun byggingarkostnaðar er viðbótarskattur á húsbyggjendur og mun hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Með breytingunni mun Reykjavíkurborg enn auka álögur á húsbyggjendur og þar með íbúðakaupendur. Ekkert sveitarfélag á landinu leggur jafnhá gjöld
...