Eina leiðin fyrir ríkisstjórnina til að sitja ekki uppi með ábyrgð á ákvörðunum fyrri stjórnar um sóttvarnir er athugun á því sem aflaga hefur farið.
Helgi Örn Viggósson
Helgi Örn Viggósson

Þorgeir Eyjólfsson og Helgi Örn Viggósson

Í samanburði Evrópuþjóða var Ísland með annað hæsta hlutfall umframdauðsfalla á árinu 2022 og í efsta sæti þjóðanna með hæsta hlutfallið 2023. Við útreikninginn hefur verið tekið tillit til mismunandi aldurssamsetningar þjóðanna. Þar sem 2.500 Íslendingar látast að jafnaði á ári hverju endurspeglar 3,7% hlutfall umframdauðsfalla ótímabært andlát liðlega 90 einstaklinga á árinu 2023. Dánarmeinaskrá landlæknis 2023 upplýsir 47 dauðsföll af völdum covid-19 á árinu og fjögur dauðsföll af völdum covid-tilraunabóluefnanna og því liggur fyrir að liðlega 40 landsmenn hafa látist fyrir aldur fram af öðrum ástæðum.

Að loknum þriðja ársfjórðungi 2024 hafði dauðsföllum fjölgað um 2,9% frá sama tíma fyrra árs. Þar sem hlutfallsleg fjölgun landsmanna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, mun ekki halda í við fjölgun látinna stefnir

...