Sigurður Þórðarson
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur að undanförnu látið í ljós álit sitt á framkvæmd á greiðslum ríkissjóðs á framlögum til stjórnmálasamtaka. Þar fullyrðir Haukur að Fjársýsla ríkisins hafi gert mistök með því að greiða út styrki án heimilda og að viðkomandi flokkar hafi tekið við fé sem þeim bar ekki.
Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra er kveðið á um eftirfarandi er varðar framkvæmd á fjárstuðningi til stjórnmálasamtaka. Er þar um tvenns konar fyrirkomulag að ræða. Annars vegar að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geta sótt um fjárstyrki úr ríkissjóði sem dómsmálaráðuneytið ráðstafar. Hins vegar er það svo að stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt á framlagi
...