Sigurður St. Helgason fæddist 19. ágúst 1940. Hann lést 6. desember 2024.

Útför Sigurðar fór fram 19. desember 2024.

Ég vil minnast Sigurðar St. Helgasonar sem brautryðjanda í dýralífeðlisfræði á Íslandi. Hann lauk licenciat-prófi í lífeðlisfræði frá Sorbonne 1967, og var í miðju doktorsnámi í fiskalífeðlisfræði við Gautaborgarháskóla þegar honum bauðst lektorsstaða í dýralífeðlisfræði við HÍ árið 1971. Ári seinna fluttist líffræðikennslan að Grensásvegi 12, þar sem rúmgóð aðstaða var til verklegrar kennslu. Þar byggði Sigurður upp dýralífeðlisfræðina, eitt af lykilnámskeiðum líffræðinámsins, með fyrirlestrum og vikulegum verklegum æfingum yfir heila önn. Sigurður blómstraði alveg sérstaklega í verklegu kennslunni, og eftir nokkrar vikur vorum við nemendurnir orðnir áhugasamir vísindamenn í hvítum sloppum, færir um að framkvæma nokkuð

...