Á meðan sænskur eldri borgari endurnýjar ökuskírteini þrisvar þarf íslenskur jafnaldri að endurnýja 15 sinnum.
Pétur J. Eiríksson
Pétur J. Eiríksson

Pétur J. Eiríksson

Á síðasta ári endurnýjaði 79 ára gamall sænskur kunningi minn ökuskírteinið sitt til næstu 10 ára og gekk það greitt enda ekki höfðu ekki borist tilkynningar úr heilbrigðiskerfinu um að hann væri ófær um að keyra bíl. Þetta þótti ekki tíðindum sæta þar í landi og hefði varla gert annars staðar í Evrópu þar sem lög gera ráð fyrir að endurnýjað sé til 10 eða 15 ára. Verði þessi Svíi heill heilsu níræður fær hann sitt þriðja skírteini frá sænska ríkinu frá því hann komst á eftirlaun. Þetta hlýtur að vekja skelfingu á Íslandi því íslenskur jafnaldri hans þarf á sama lífsskeiði að endurnýja skírteinið sitt 15 sinnum.

Í nýlegri grein í Morgunblaðinu benti Guðbrandur Bogason ökukennari á hvernig okkur Íslendingum hefur tekist að blýhúða Evrópulög um ökuskírteini þannig að svokallaðir eldri borgarar búa við stöðugt styttri

...