Öll ölum við með okkur ótal óskir: þrá til að fá e-ð. Þá sjaldan ósk manns rætist segir fólk: honum varð að ósk sinni. Honum, ekki „hann“

Öll ölum við með okkur ótal óskir: þrá til að fá e-ð. Þá sjaldan ósk manns rætist segir fólk: honum varð að ósk sinni. Honum, ekki „hann“. Og einhverjum verður að einhverju merkir: e-ð fer eins og e-r vonast til eða býst við. „Ég vonaðist til að verða kosinn Húsfélagsformaður ársins en mér varð ekki að því.“