Áslaug fæddist á Landakotsspítala 25. september 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 19. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja og Sigursteinn Árnason húsasmíðameistari. Áslaug eignaðist eitt systkin, Margréti Ósk, f. 1945.
Áslaug útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík tvítug að aldri.
Hún giftist Sverri Scheving Thorsteinsson og átti með honum þrjú börn; Þorstein, f. 1952, Brynhildi, f. 1954, og Árna, f. 1962. Áslaug og Sverrir skildu árið 1993.
Áslaug var mest heimavinnandi, en vann í sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn. Áslaug skilur eftir sig nokkurn ættboga. Þorsteinn, eldri sonurinn eignaðist tvo syni, Arnar og Sverri. Brynhildur á tvö börn, Sverri Inga og Áslaugu Heiðu. Árni á
...