Nú er hafið að nýju kennaraverkfall, fjölda foreldra og barna til bölvunar. Þar lenda þau börn verst í verkfallinu sem síst skyldi, eins og fram hefur komið. Verður það að teljast til mikils vansa. Kennaraforystan kvartar undan „pólitískum…

Nú er hafið að nýju kennaraverkfall, fjölda foreldra og barna til bölvunar. Þar lenda þau börn verst í verkfallinu sem síst skyldi, eins og fram hefur komið. Verður það að teljast til mikils vansa.

Kennaraforystan kvartar undan „pólitískum hráskinnaleik“, en hún getur ekki búist við að opinberir aðilar sýni það ábyrgðarleysi að semja við kennara um allt aðrar hækkanir en við aðra hópa. Fjöldi hópa launþega telur sig geta fært rök fyrir því að þeir eigi að fá hækkanir umfram aðra, en það gengur ekki nema forsendur breytist.

Fram hefur komið að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telji kjarasamninga við kennara mjög úrelta og vilji færa þá til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Enginn vilji hafi verið til þess hjá kennaraforystunni.

Kennaraforystan

...