Lundúnir Chelsea hafði betur gegn West Ham í gærkvöldi.
Lundúnir Chelsea hafði betur gegn West Ham í gærkvöldi. — AFP/Adrian Dennis

Chelsea vann endurkomusigur á West Ham, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöldi. Eftir leikinn er Chelsea með 43 stig í fjórða sæti en West Ham er með 27 stig í 15. sæti. Jarrod Bowen kom West Ham yfir á 42. mínútu en Pedro Neto jafnaði metin á þeirri 64. Sigurmark Chelsea kom tíu mínútum síðar en þá skaut Cole Palmer boltanum í Aaron Wan-Bissaka og þaðan fór hann í netið, sjálfsmark.