Sigríður fæddist 24. apríl 1943. Hún lést 2. janúar 2025.
Útför fór fram 13. janúar 2025.
Elsku Sigga.
Lífið er eitthvað svo skrýtið og tómlegt án þín. Ég kom inn í líf þitt 1988, þá var ég bara 18 ára lítil stelpa og þú tókst mig undir þinn verndarvæng og hugsaðir um mig og leiðbeindir mér eins ég væri eitt af þínum börnum. Með engum afslætti, ég kunni svo mikið að meta það. Það er ekki sjálfgefið að fá tengdamömmu eins og þig og er ég óendanlega þakklát þér og Mumma að opna faðm ykkar fyrir mér. Svo þegar stelpurnar okkar Jóns fæddust þá varstu mætt til að klípa þær, eins og þú sagðir sjálf. Þú sást ekki sólina fyrir ömmubörnunum þínum og þau nutu góðs af hversu geggjuð þú varst, alltaf til staðar og alltaf með opinn faðm. Svo þegar ömmubörnin stækkuðu og urðu að unglingum og fullorðnum
...