Svipmynd
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þingsetning fór fram í gær í hráslagalegu veðri, en þingmenn, æðstu embættismenn, erlendir sendimenn og aðrir gestir komu prúðbúnir til þings, en utandyra nokkrir mótmælendur og ferðamenn á stangli.
Að venju var haldið úr þinghúsinu til guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem Guðrún Karls Helgudóttir biskup þjónaði fyrir altari ásamt síra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti, en síra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna, prédikaði.
Prestur sló á létta strengi í prédikuninni, kvaðst m.a. hafa verið vitjað af Ingu Sæland í draumi, en ræddi mikið um þau veigamiklu störf sem biðu þessa „fallega fólks“ við stjórn landsins. Vék svo að stjórnarandstöðunni í einni setningu og kvaðst þá hafa talað vel um alla jafnt!
Hann minntist einnig með velþóknun á ræðu Mariann Budde biskups í Washington, sem
...