Þingsetning fór fram í gær í hráslagalegu veðri, en þingmenn, æðstu embættismenn, erlendir sendimenn og aðrir gestir komu prúðbúnir til þings, en utandyra nokkrir mótmælendur og ferðamenn á stangli. Að venju var haldið úr þinghúsinu til guðsþjónustu …
Setning Halla Tómasdóttir forseti Íslands setur 156. löggjafarþingið að viðstöddum þingheimi, æðstu embættismönnum ríkisins og gestum.
Setning Halla Tómasdóttir forseti Íslands setur 156. löggjafarþingið að viðstöddum þingheimi, æðstu embættismönnum ríkisins og gestum. — Morgunblaðið/Karítas

Svipmynd

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Þingsetning fór fram í gær í hráslagalegu veðri, en þingmenn, æðstu embættismenn, erlendir sendimenn og aðrir gestir komu prúðbúnir til þings, en utandyra nokkrir mótmælendur og ferðamenn á stangli.

Að venju var haldið úr þinghúsinu til guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem Guðrún Karls Helgudóttir biskup þjónaði fyrir altari ásamt síra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti, en síra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna, prédikaði.

Prestur sló á létta strengi í prédikuninni, kvaðst m.a. hafa verið vitjað af Ingu Sæland í draumi, en ræddi mikið um þau veigamiklu störf sem biðu þessa „fallega fólks“ við stjórn landsins. Vék svo að stjórnarandstöðunni í einni setningu og kvaðst þá hafa talað vel um alla jafnt!

Hann minntist einnig með velþóknun á ræðu Mariann Budde biskups í Washington, sem

...