Mikið er stígandi flott orð í kvenkyni. Einkum með greini: stígandin, stígandina, stígandinni, stígandinnar! Merkir: e-ð hækkar eða magnast eftir því sem á líður
Mikið er stígandi flott orð í kvenkyni. Einkum með greini: stígandin, stígandina, stígandinni, stígandinnar! Merkir: e-ð hækkar eða magnast eftir því sem á líður. Karlkynið – sem er mun flatneskjulegra – merkti lengi að ganga fram og aftur á sama bletti en er nú oft haft í stað kvenkynsins – og orðabækur eru tvístígandi.