40 ára Guðbjörg Oddný (Gugga) ólst upp í Hafnarfirði og býr þar enn. Hún hefur lokið BA-námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og einnig MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands.
Fyrsta starf hennar var í gömlu Fiskbúðinni í Hafnarfirði og þar kynntist hún öllum heldri borgurum bæjarins. Guðbjörg starfar í dag sem samskiptastjóri hjá Benchmark Genetics, sem framleiðir og selur laxahrogn til laxeldisstöðva úti um allan heim. Guðbjörg er einnig fyrsti varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði og gegnir formennsku í umhverfis- og framkvæmdaráði og menningar- og ferðamálanefnd. Guðbjörg hefur ávallt verið virk í félagsstarfi og um árabil tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og á landsvísu og er í dag varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir
...