Lodestar Trio og fiðlu- og lágfiðluleikarinn Viktor Orri Árnason halda tónleika sem bera yfirskriftina Nebensonnen, eða Aukasólir, í Hannesarholti í kvöld, miðvikudaginn 5. febrúar, kl. 20. Segir í tilkynningu að um sé að ræða einstakt tríó sem…
Nebensonnen Fiðlu- og lágfiðluleikarinn Viktor Orri Árnason.
Nebensonnen Fiðlu- og lágfiðluleikarinn Viktor Orri Árnason.

Lodestar Trio og fiðlu- og lágfiðluleikarinn Viktor Orri Árnason halda tónleika sem bera yfirskriftina Nebensonnen, eða Aukasólir, í Hannesarholti í kvöld, miðvikudaginn 5. febrúar, kl. 20. Segir í tilkynningu að um sé að ræða einstakt tríó sem samanstandi af þremur fiðlusnillingum sem leiki á mismunandi fiðlur. „Erik Ryddval leikur á sænska lykilhörpu eða nyckelharpa, hljóðfæri sem mætti lýsa sem afkvæmi fiðlu og hurdy-gurdy, Olav Mjelva leikur á norska harðangursfiðlu og Max Baillie leikur á hefðbundna fiðlu.“ Segir þar einnig að tónskáldið, stjórnandinn, pródúsentinn og Hjaltalín-meðlimurinn Viktor Orri gefi lítið fyrir skilgreiningar á milli tónlistarstefna og hafi náð miklum árangri sem poppari, klassískur tónlistarmaður, kvikmyndatónlistarframleiðandi, framúrstefnutónlistarmaður og tónskáld. Þá hafi hann nýverið gefið út plötuna Poems ásamt Álfheiði Guðmundsdóttur.