Danska skyttan Mathias Gidsel er óumdeilanlega besti handboltamaður heims. Það sýndi hann og sannaði á HM 2025 í Króatíu, Noregi og Danmörku, þar sem Danir urðu heimsmeistarar í fjórða sinn og fjórða skiptið í röð
Bestur
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Danska skyttan Mathias Gidsel er óumdeilanlega besti handboltamaður heims. Það sýndi hann og sannaði á HM 2025 í Króatíu, Noregi og Danmörku, þar sem Danir urðu heimsmeistarar í fjórða sinn og fjórða skiptið í röð.
Gidsel, sem er örvhent skytta, var markahæstur á nýafstöðnu heimsmeistaramóti með 74 mörk. Þar af kom aðeins eitt mark úr vítakasti. Hann hefur nú orðið markahæstur á fjórum stórmótum í röð; HM 2025, Ólympíuleikunum 2024, EM 2024 og HM 2023.
Stórskyttan hefur þá verið valin mikilvægasti leikmaður tveggja síðustu heimsmeistaramóta og tveggja síðustu Ólympíuleika ásamt því að vera útnefndur besta hægri skyttan á EM 2024 og 2022 auk HM 2021. Hann er fyrsti leikmaðurinn í
...