Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir ýmsar athugasemdir við hvernig staðið var að drætti á seglskipinu Ópal sem draga átti frá Ísafirði til Húsavíkur um miðjan mars í fyrra. Vélbáturinn Örkin frá Siglufirði var með Ópal í drætti þegar dráttartaugin slitnaði, en ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en seglskipið missti stýri og rak að landi, en það var þá statt vestur af Straumnesi. Var þá sent út neyðarkall sem áhöfnin á dráttarbátnum heyrði ekki þar sem hún var önnum kafin úti á dekki við að draga inn taugina.
Segir í niðurstöðu nefndarinnar að óráðlegt hafi verið að leggja af stað í svo litlum veðurglugga sem raun varð á. Þá hafi frágangur dráttartaugar á milli skipanna ekki verið nægjanlega góður. Afleiðingin var sú að taugin slitnaði. Þá telur nefndin ámælisvert að setlaug
...