Myndlistarkonan Ósk Gunnlaugsdóttir opnar sýningu sína Sortatíru á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. „Úr myrkrinu miðju koma djúpsjávarverur sálarinnar svamlandi til að heilsa okkur
Opnun Ósk býður okkur að líta inn í landslag undirmeðvitundarinnar.
Opnun Ósk býður okkur að líta inn í landslag undirmeðvitundarinnar.

Myndlistarkonan Ósk Gunnlaugsdóttir opnar sýningu sína Sortatíru á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a.

„Úr myrkrinu miðju koma djúpsjávarverur sálarinnar svamlandi til að heilsa okkur. Sumar náðu festu raunverunnar hér í Höggmyndagarðinum meðan aðrar leystust upp á ströndum vökunnar,“ segir í tilkynningu þar sem jafnframt kemur fram að Ósk flétti saman ljós og myrkur, leir, liti og gler, bæði í tvívídd og þrívídd, og bjóði okkur að líta inn í landslag undirmeðvitundarinnar.

„Bylgjulengdir úr annarri vídd afhjúpa það sem áður var hulið og við skynjum bæði myrkrið og borgina á mörkum draums og vöku. Dýfðu þér.“ Ósk Gunnlaugsdóttir, sem fæddist árið 1979, býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA-gráðu í myndlist frá LHÍ árið 2019 en í náminu varði

...