Grænlenska þingið samþykkti í gærkvöldi samhljóða tillögu Mútes B. Egede, formanns grænlensku landstjórnarinnar, um að rjúfa þing og boða til kosninga hinn 11. mars næstkomandi. Að öllu jöfnu hefði þurft að boða til kosninga með sex vikna fyrirvara, …
Grænlenska þingið samþykkti í gærkvöldi samhljóða tillögu Mútes B. Egede, formanns grænlensku landstjórnarinnar, um að rjúfa þing og boða til kosninga hinn 11. mars næstkomandi.
Að öllu jöfnu hefði þurft að boða til kosninga með sex vikna fyrirvara, en Egede sagði í framsöguræðu sinni að aðstæður nú kölluðu á að boða til kosninga fyrr en lög kvæðu á um.
Egede sagði á Facebook-síðu sinni fyrr um daginn að hann væri „meira en tilbúinn“ til að leiða grænlensku landstjórnina áfram.