Ég reikna með að flestir lesendur ViðskiptaMoggans hafi séð bandarísku kvikmyndina Sideways frá 2004. Þar fer Paul Giamatti á kostum í hlutverki vínáhugamanns sem heldur af stað með vini sínum í vikulangt ferðalag um vínræktarsvæðin í Santa Barbara í Kaliforníu
Hið ljúfa líf
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ég reikna með að flestir lesendur ViðskiptaMoggans hafi séð bandarísku kvikmyndina Sideways frá 2004. Þar fer Paul Giamatti á kostum í hlutverki vínáhugamanns sem heldur af stað með vini sínum í vikulangt ferðalag um vínræktarsvæðin í Santa Barbara í Kaliforníu.
Sideways gerir m.a. lúmskt grín að vínsnobbi, en sögupersóna Giamattis hefur afskaplega sterkar skoðanir á víngerð og hefur sérstaklega mikið dálæti á pinot noir-þrúgum en fyrirlítur merlot.
Í frægasta atriði myndarinnar er söguhetja Giamattis á leið á vínbar með félaga sínum sem brýnir fyrir honum að vera til friðs því þeir hafi mælt sér mót við huggulegar konur:
...