Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis segir það vera blessun að fá tækifæri til að vinna með stórum hópi fagfólks hjá Stefni en félagið hefur um margra áratuga skeið verið í fararbroddi vöruþróunar í sjóðastýringu á Íslandi.
Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Stefnis en eignir í stýringu félagsins voru um 336 milljarðar króna um sl. áramót sem er hækkun um 89 milljarða króna á árinu 2024 eða um 35% hækkun.
Jón segir að þegar litið sé um öxl þá standi upp úr að á árinu 2024 gekk SRE III slhf., sjóður í stýringu hjá Stefni og að fullu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, frá kaupum á félaginu Íveru ehf. en félagið er stærsta íbúðaleigufélag landsins með um 1.600 íbúðir í langtímaleigu. Fjárfestingin markar tímamót á fasteignamarkaði á Íslandi.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum
...