Uppgrip Skógarbóndi er tilbúinn í verkið fyrir 10% af kostnaðarverði.
Uppgrip Skógarbóndi er tilbúinn í verkið fyrir 10% af kostnaðarverði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kostnaður vegna grisjunar skógar í Öskjuhlíð mun hlaupa á hundruðum milljóna, samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Uppreiknaður kostnaður Isavia við fellingu 155 trjáa árið 2017 er í dag um 40 milljónir króna og styðst borgin við þær tölur. Nú stendur til að fella rúmlega 1.400 tré þannig að samkvæmt því svari yrði kostnaður við grisjunina ríflega 360 milljónir. Bjarki Jónsson framkvæmdastjóri Skógarafurða segir að hann furði sig á því verði sem áætlað er á fellingu trjánna, þar sem hægt væri að vinna verkið fyrir 10% af því verði sem talað væri um » 6