Hið 156. löggjafarþing Alþingis var sett í gær með hefðbundnum hætti, en athöfnin hófst á að þingmenn gengu úr Alþingishúsinu til messu í Dómkirkjunni. Tók þar heldur hryssingslegt veður á móti þingheimi, sem og Höllu Tómasdóttur forseta og Guðrúnu…
Hið 156. löggjafarþing Alþingis var sett í gær með hefðbundnum hætti, en athöfnin hófst á að þingmenn gengu úr Alþingishúsinu til messu í Dómkirkjunni.
Tók þar heldur hryssingslegt veður á móti þingheimi, sem og Höllu Tómasdóttur forseta og Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup, og setti snjókoman nokkurn svip á gönguna milli þings og kirkju. Að setningu lokinni var gengið frá kjöri á forseta þings, sem og skipan þingnefnda. » 4