Nærri tvöfalt fleiri konur en karlar fá ávísuð þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Þetta kemur fram í Talnabrunni landlæknis. Í fyrra leystu 215 af hverjum 1.000 konum út þunglyndislyf á móti 118 af hverjum 1.000 körlum. Þá fengu samtals rúmlega 27 þúsund einstaklingar afgreidd róandi og kvíðastillandi lyf í tilteknum lyfjaflokki í fyrra.

Tvöfalt fleiri konur leysa út lyf í þessum flokki en karlar. Á umliðnum árum hefur þó notendum þessara lyfja fækkað í öllum aldursflokkum. Á seinasta ári leystu 89 af hverjum 1.000 konum út svefnlyf og slævandi lyf á móti 51 af hverjum 1.000 körlum. » 12