Hannes Hafstein
Hannes Hafstein

Það fólk er til í þessu góða landi okkar, sem þráir, af óþekktum og óskiljanlegum ástæðum, að paufast hokið undir endanlegt vald og ok embættismanna í Brussel, og láta úrslitavald þjóðarinnar liggja þar. Þó er það næsta fátt í þjóðarverkum sem fjarlægir búrókratar myndu hafa gert betur en þjóðin sjálf gat gert, á meðan hún hafði sín ráð í hendi sér. Nýverið sprakk ríkisstjórn í Noregi vegna enn einnar kröfu frá Brussel. Og þar eru undirlægjur sem vilja bila.

Og eins eru hér vanmáttugir Íslendingar sem þrá að stroka út íslenskt frelsi, sem landar þeirra og forfeður börðust fyrir. Þeir vilja færa allt raunverulegt vald þjóðarinnar til ókunnra búrókrata þar til niðurlæging þjóðarinnar verði fullkomnuð. Á 19. öld mjakaðist frelsisáttin hægt, en mjakaðist þó. Trúir menn og ærlegir gleymdu sér ekki og náðu árangri með þrautseigju sem mátti byggja á. Þjóðin vann sigra og suma ótrúlega stóra.

...