Brýnt er að bregðast skjótt við og skoða hvort réttaröryggi fatlaðs fólks sé nægilega tryggt. Þetta kemur fram í bréfi Kristínar Benediktsdóttur umboðsmanns Alþingis til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem ítrekuð eru fyrri tilmæli umboðsmanns um að skoðað verði hvort réttaröryggi fatlaðs fólks sem sæti nauðung sé nægilega tryggt í lögum og framkvæmd.
Frá þessu er greint á vefsíðu umboðsmanns. Að áliti umboðsmanns dregst meðferð mála vegna beiðna þeirra sem þjónusta fatlað fólk á heimilum þess og í daglegu lífi, um undanþágur frá banni við að beita fatlað fólk nauðung, í mörgum tilfellum úr hófi.
„Einhver fjöldi þess býr jafnvel við ólögmæta nauðung í daglegu lífi. Að mati umboðsmanns eru áhöld um hvort núverandi fyrirkomulag í tengslum við beitingu nauðungar gagnvart fötluðu fólki þjóni nægilega hagsmunum þess,“
...