Donald Trump hefur tekist að flækja svolítið hjá mér tilveruna. Karlinn er á svo mikilli ferð að það er næstum ómögulegt að halda í við hann. Það fer yfirleitt mikill undirbúningur í þessa vikulegu pistla mína í ViðskiptaMogganum og eftir að ég hef…
Á hverjum einasta degi berast fréttir af óteljandi verkefnum og tilskipunum Trumps sem í venjulegu árferði myndu duga fjölmiðlum sem fréttamatur í heila viku. Hér sést hann tilkynna, fyrr í vikunni, að Bandaríkin muni setja á laggirnar þjóðarsjóð líkt og þekkist hjá arabískum olíuríkjum. Hann hefur ýjað að því að þessi sjóður geti eignast TikTok.
Á hverjum einasta degi berast fréttir af óteljandi verkefnum og tilskipunum Trumps sem í venjulegu árferði myndu duga fjölmiðlum sem fréttamatur í heila viku. Hér sést hann tilkynna, fyrr í vikunni, að Bandaríkin muni setja á laggirnar þjóðarsjóð líkt og þekkist hjá arabískum olíuríkjum. Hann hefur ýjað að því að þessi sjóður geti eignast TikTok. — AFP/Jim Watson

Donald Trump hefur tekist að flækja svolítið hjá mér tilveruna. Karlinn er á svo mikilli ferð að það er næstum ómögulegt að halda í við hann.

Það fer yfirleitt mikill undirbúningur í þessa vikulegu pistla mína í ViðskiptaMogganum og eftir að ég hef valið mér efni til að fjalla um dunda ég mér stundum við það í nokkra daga að lesa greinar, hlusta á viðtöl og fyrirlestra og jafnvel klára heilu bækurnar svo ég geti skrifað af einhverju viti.

Um helgina tilkynnti Trump að hann hygðist snarhækka tolla á vörur frá Mexíkó og Kanada og hafði ég hugsað mér að skrifa lærða grein – í þessari viku eða þeirri næstu – um hve miklu tjóni tollar valda bæði kaupendum og seljendum, og hve ofboðslega dýrt það er þegar tollar eru notaðir til að vernda ósamkeppnishæfar greinar eða búa til ný störf.

En

...