Það sem maður þarf að hafa í þessu lífi er ástríða. Hún fleytir manni áfram.
Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, fyrir framan málverk Eiríks Smith af móður sinni.
Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, fyrir framan málverk Eiríks Smith af móður sinni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, tekur elskulega á móti ViðskiptaMogganum í Kjarvalsstofunni á Hótel Holti. Það leynir sér ekki að þar líður henni vel.

Foreldrar hennar, hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur, settu mikinn svip á íslenskt atvinnulíf. Þau eignuðust þrjú börn, Geirlaugu, Skúla og Katrínu, og komu að rekstri margra fyrirtækja. Þorvaldur stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og nam niðursuðufræði og skyldar greinar í Þýskalandi og Danmörku. Hann vann við verslunarstörf hjá Sláturfélagi Suðurlands, kom á fót Rækjuverksmiðju Ísafjarðar og var forstjóri niðursuðuverksmiðju SÍF, að því er fram kom í minningarorðum í Morgunblaðinu í janúar 1998. Hann var 32 ára þegar hann stofnaði verslunina Síld og fisk og jók svo umsvifin í samstarfi við eiginkonu sína Ingibjörgu.

Hótel Holt er minnisvarði

...