Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, tekur elskulega á móti ViðskiptaMogganum í Kjarvalsstofunni á Hótel Holti. Það leynir sér ekki að þar líður henni vel.
Foreldrar hennar, hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur, settu mikinn svip á íslenskt atvinnulíf. Þau eignuðust þrjú börn, Geirlaugu, Skúla og Katrínu, og komu að rekstri margra fyrirtækja. Þorvaldur stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og nam niðursuðufræði og skyldar greinar í Þýskalandi og Danmörku. Hann vann við verslunarstörf hjá Sláturfélagi Suðurlands, kom á fót Rækjuverksmiðju Ísafjarðar og var forstjóri niðursuðuverksmiðju SÍF, að því er fram kom í minningarorðum í Morgunblaðinu í janúar 1998. Hann var 32 ára þegar hann stofnaði verslunina Síld og fisk og jók svo umsvifin í samstarfi við eiginkonu sína Ingibjörgu.
Hótel Holt er minnisvarði
...