Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sniglabandið var stofnað fyrir um 40 árum og Lögreglukórinn byrjaði sem Lögreglukór Reykjavíkur fyrir um 91 ári. Í tilefni þessara tímamóta halda bandið og kórinn sameiginlega afmælistónleika í Hörpu föstudagskvöldið 14. febrúar. Tengslin má rekja til þess þegar kórinn söng lagið „Brennivín er bull“ eftir Skúla Gautason Snigil á plötu Sniglabandsins, Þetta stóra svarta, sem kom út 1993. „Lagið hefur fylgt okkur í gegnum tíðina, en að öðru leyti hafa leiðir okkar ekki legið saman fyrr en núna,“ segir Ólafur Ágúst Gíslason formaður Lögreglukórsins.
Matthías V. Baldursson eða Matti sax, stjórnandi Lögreglukórsins og Rokkkórs Íslands, hefur starfað með Sniglabandinu í um 15 ár, útsett brass fyrir það og spilað með á saxófón. „Þegar
...