Á fullri ferð Geirlaug hefur sem fyrr nóg að gera en hún er 85 ára.
Á fullri ferð Geirlaug hefur sem fyrr nóg að gera en hún er 85 ára. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Næstkomandi miðvikudag verður haldið upp á 60 ára afmæli Hótels Holts. Af því tilefni verður veitingahúsið sögufræga enduropnað. Áhuginn er mikill sem birtist í því að uppselt er í hátíðarkvöldverð veitingahússins föstudaginn 14. febrúar.

Rætt er við Geirlaugu Þorvaldsdóttur, eiganda Hótels Holts, í ViðskiptaMogganum í dag.

Þar gerir hún upp langan og gifturíkan feril en hún var leikkona á yngri árum. Lék þá meðal annars aðalhlutverkið í leikriti eftir Davíð Oddsson, Þórarin Eldjárn og Hrafn Gunnlaugsson.

Geirlaug er þó lítið fyrir sviðsljósið og birtist nú við hana langt viðtal í fyrsta sinn í mörg ár. Hún hefur nýverið verið sæmd fálkaorðunni og viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, fyrir margvíslegt framlag sitt.