![Blóðtaka Fulltrúar Rauða krossins í Kongó flytja jarðneskar leifar fallinna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/05/68069e12-6b55-4cbd-9666-18ea477a1979.jpg)
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Uppreisnarhópurinn M23 hefur lýst yfir vopnahléi í þágu mannúðarsjónarmiða í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, en hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í nágrannaríkinu Rúanda. Vopnahléið tók gildi snemma í gærmorgun og virðist að mestu hafa haldið. Óvíst er hversu lengi byssurnar munu þagna að þessu sinni.
Undir lok janúar síðastliðins náði hópurinn landamæraborginni Goma á sitt vald og hétu leiðtogar hans því að þeir myndu sækja alla leið að höfuðborginni Kinshasa. Vopnaðir liðsmenn M23 hafa þó enn ekki náð að rjúfa varnir stjórnarhersins þar.
Landamæraborgin Goma er ein þeirra sem fallið hafa í hendur M23. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja 900 manns hafa týnt lífi í þeim átökum og eru nærri þrjú þúsund særðir. Stór hluti fallinna og særðra
...