Eva Maria Anna Friede Else Jost fæddist í Mannheim í Þýskalandi 15. júlí 1926. Hún lést á Ísafold Garðabæ 30. janúar 2025.
Foreldrar hennar voru hjónin Helmuth Jost bankastjóri, f. í Þýskalandi 25. október 1890, d. 20. janúar 1978, og Anneliese Kanzler húsmóðir, f. 31. júlí 1903, d. 12. júlí 1977. Systkini hennar voru Frohmut Anneliese Käte Emilie Jost kjólameistari, síðar Seipp, f. 15. febrúar 1930, d. 12. júní 2012, og Helmuth Walter Alexander Jost prófessor, f. 6. apríl 1932, d. 5. apríl 2021.
Eva María ólst upp í Heidelberg, Neisse og Berlín þar sem faðir hennar var bankastjóri. Eva var 13 ára þegar seinni heimsstyrjöldin braust út. Hún lauk stúdentsprófi 18 ára, var í þegnskylduvinnu við landbúnaðarstörf og vann í hergagnaverksmiðju. Komst til Hamborgar til móður sinnar og systkina til að vera nærri vesturvígstöðvunum rétt áður en
...