Lögreglukór Íslands og Sniglabandið sameina krafta sína á tónleikum 14. febrúar, þar sem þeir fagna 90 og 40 ára afmælum. Lögreglukonan Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir og tónlistarmaðurinn Björgvin Ploder mættu í Bráðavaktina sl. laugardag. Sérstaka athygli vakti lagið „Brennivín er bull“ sem þykir afar viðeigandi fyrir lögregluna. Gamli Lögreglukórinn söng það með Sniglabandinu á níunda áratugnum, en nú tekur „nýi og blandaði“ Lögreglukórinn lagið á ný. Spurning hvort lögreglan sé komin með nýja aðferð í forvörnum? Nánar á k100.is.