Gunnar Þórðarson
Helsta stefnumál nýrrar ríkisstjórnar er að auka strandveiðar. Nýr ráðherra sjávarútvegsmála talaði um að setja í forgang að fjölga ólympískum veiðidögum strandveiðiflotans í 48 daga. Helstu rökin fyrir því eru að auka „líf“ á höfnum landsins! En tökum nokkrar staðreyndir um strandveiðar á Íslandsmiðum:
Í fyrsta lagi skapa strandveiðar ekki verðmæti. Verðmætasköpun er skilgreind þannig að það sem eftir er þegar búið er að greiða allan kostnað við framleiðsluna er verðmætaaukning. Strandveiðar standa ekki undir sér og fer meiri kostnaður í veiðar en þær skila í verðmætum, þrátt fyrir að greiða ekki krónu fyrir aðgang að auðlindinni. Slíkt er reyndar eðli ólympískra veiða þar sem keppst er um að ná sem mestum afla á sem stystum tíma. Verðmætasköpun mun ekki aukast við að fjölga veiðidögum þar sem bátum mun einfaldlega fjölga
...