Hildur Sæbjörnsdóttir var fædd 5. desember 1933. Hún lést 3. janúar 2025.
Útför fór fram 13. janúar 2025.
Það var einstaklega bjart og hlýtt heimili þeirra Hildar og Einþórs á Mánagötunni, þar sem ástvinum og gestkomandi var jafnan tekið opnum örmum. Það staðfestu góðgjörðir til líkama og sálar sem veittar voru af miklum kærleika og gleði. Ófá skipti sem gestkomandi hitti á rjúkandi kleinur beint úr steikarpotti Hildar. Jafnframt flykktust að afkomendur og aðrir sem gerðu brosandi góðgætinu skil. Undir það tók svo dillandi hlátur og blíðuhót veitandans sem áréttaði gleðina yfir því að geta gert öðrum til góða.
Enda þótt Einþór væri vinnu sinnar vegna oft upptekinn voru þau hjónin einkar samrýmd. Þeim verkefnum sem mættu var gengið að af einurð og raunsæi og hvergi af sér dregið. Skarð var stórt höggvið
...