Lögreglan í Örebro staðfesti í gær að um tíu manns hefðu dáið í skotárás á Risbergska-háskólann í borginni, sem framin var um hádegisbilið að sænskum tíma. „Það sem bara má ekki fá að gerast hefur nú gerst,“ sagði Ulf Kristersson…
Ulf Kristersson
Ulf Kristersson

Lögreglan í Örebro staðfesti í gær að um tíu manns hefðu dáið í skotárás á Risbergska-háskólann í borginni, sem framin var um hádegisbilið að sænskum tíma. „Það sem bara má ekki fá að gerast hefur nú gerst,“ sagði Ulf Kristersson forsætisráðherra á blaðamannafundi sínum í gærkvöldi, en Kristersson sagði að um verstu fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar hefði verið að ræða.

Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki, en sænskir fjölmiðlar sögðu að hann hefði framið sjálfsvíg. Lögreglan gat ekki staðfest það. Þá hefur enn ekki verið upplýst hvaða ástæðu árásarmaðurinn hefði haft fyrir ódæði sínu, en hann var 35 ára og ekki á sakaskrá. » 11