Fram vann frækinn sigur á Haukum, 30:29, þegar liðin áttust við í 15. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Öll umferðin fór fram í gærkvöldi og var hún sú fyrsta á nýju ári eftir hlé
Ásvellir Reynir Þór Stefánsson sækir að marki Hauka á Ásvöllum í gærkvöldi. Reynir Þór var markahæstur hjá Fram með átta mörk.
Ásvellir Reynir Þór Stefánsson sækir að marki Hauka á Ásvöllum í gærkvöldi. Reynir Þór var markahæstur hjá Fram með átta mörk. — Morgunblaðið/Eyþór

Handboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Fram vann frækinn sigur á Haukum, 30:29, þegar liðin áttust við í 15. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Öll umferðin fór fram í gærkvöldi og var hún sú fyrsta á nýju ári eftir hlé.

Fram er í þriðja sæti með 21 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði FH og einu á eftir Aftureldingu sæti ofar. Haukar eru í fimmta sæti með 18 stig.

Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í leiknum með tíu mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 15 skot í markinu, þar af fjögur víti. Reynir Þór Sefánsson skoraði átta mörk fyrir Fram.

Toppliðið gerði jafntefli

FH og

...