Landsbankinn fullyrðir að mögulegt gjaldþrot byggingafélagsins hefði ekki áhrif.
Landsbankinn fullyrðir að mögulegt gjaldþrot byggingafélagsins hefði ekki áhrif. — Morgunblaðið/Karítas

Íbúðarkaupandi sem keypti sér nýja íbúð í blokk í Hafnarfirði nýverið, og staðgreiddi hana að mestu, fékk á dögunum bréf frá Landsbankanum þar sem viðkomandi er tilgreindur sem ábyrgðarmaður að skuldum byggingaraðila hússins gagnvart Landsbankanum að upphæð 2,4 milljarðar króna. „Yfirlit þetta sýnir ábyrgðir þínar á skuldum annarra við Landsbankann hf. þann 15. janúar 2025. Yfirlitið er sent á grundvelli laga nr. 32/2009, um ábyrgðarmenn. Samkvæmt lögunum teljast þeir ábyrgðarmenn sem hafa tekið á sig persónulegar ábyrgðir eða hafa veðsett eign sína til tryggingar á efndum lántaka (veðsalar), enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar eða í þágu fjárhagslegs ávinnings hans,“ segir í bréfinu sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum.

ViðskiptaMogginn leitaði skýringa hjá Landsbankanum og segir Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi í skriflegu svari að málið snúist væntanlega um að

...