Svíar voru harmi slegnir í gær, þegar fregnir bárust af skotárás á Risbergska-háskólann í Örebro um hádegisbilið. Roberto Eid Forest, lögreglustjóri í Örebro, greindi frá því um kvöldið að „um það bil tíu manns“ hefðu farist í árásinni…
Svíar voru harmi slegnir í gær, þegar fregnir bárust af skotárás á Risbergska-háskólann í Örebro um hádegisbilið. Roberto Eid Forest, lögreglustjóri í Örebro, greindi frá því um kvöldið að „um það bil tíu manns“ hefðu farist í árásinni og sagðist hann ekki geta verið nákvæmari, þar sem mikill fjöldi hefði einnig særst í árásinni. Sænskir fjölmiðlar sögðu að árásarmaðurinn hefði fallið fyrir eigin hendi eftir árásina.
Ulf Kristersson forsætisráðherra sagði að þetta væri versta fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar og að martröð hefði ræst.