Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri Torcargo. Félagið hefur byggt upp flutningsnet bæði á sjó og í lofti.
Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri Torcargo. Félagið hefur byggt upp flutningsnet bæði á sjó og í lofti. — Morgunblaðið/Eyþór

Breyting hefur orðið á viðskiptamódeli flutningafyrirtækisins Cargow Thorship sem einnig hefur skipt um nafn og heitir nú Torcargo. Fyrirtækið byggðist upp á nánu samstarfi í flutningum fyrir álverin, fyrst Rio Tinto í Straumsvík og svo Alcoa á Reyðarfirði og í Noregi. Álverin nýta stóran hluta skipanna en almennur gámaflutningur hefur bætt nýtingu þeirra og hagræði kerfisins. Nú hyggst Torcargo bæta við sig almennum flutningum til og frá Þorlákshöfn þar sem byggð verður upp aðstaða til framtíðar og ný skip tekin í gagnið.

„Við erum búin að vera í þessum gámasiglingum í 17 ár. Þó að það hafi kannski lítið farið fyrir okkur þá höfum við vaxið jafnt og þétt á þeim markaði og höfum verið í mjög góðu samstarfi við bæði Rio Tinto og Alcoa. Við höfum nýtt þeirra kerfi og flutt gáma og aðra flutninga samhliða. Nú erum við komin á þann stað að við erum búin að vaxa umfram getu og umfang þess kerfis

...