Knattspyrnufélögin Fram og Grótta hafa bæði verið úrskurðuð í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. RÚV greindi frá því að bannið væri í gildi næstu þrjá félagaskiptaglugga en að bæði félög ættu að geta fengið banninu hnekkt geri…
Knattspyrnufélögin Fram og Grótta hafa bæði verið úrskurðuð í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA.
RÚV greindi frá því að bannið væri í gildi næstu þrjá félagaskiptaglugga en að bæði félög ættu að geta fengið banninu hnekkt geri þau upp skuldir, sem FIFA telur að félögin eigi eftir ógert.
Bannið hjá Fram lýtur að vangoldnum launum Jesús Yendis, knattspyrnumanns frá Venesúela sem lék með Fram árið 2022 en yfirgaf félagið þegar hann átti tvo mánuði eftir af samningi sínum.
Daði Guðmundsson hjá knattspyrnudeild Fram sagði í samtali við RÚV að FIFA hefði dæmt félagið til þess að greiða Yendis laun fyrir mánuðina tvo sem hann átti eftir af samningi. Telji Fram að félagið losni úr banninu með því að gera upp við Yendis.
...