Íslenska bankakerfið hefur síðustu ár verið með eina minnstu arðsemi eigin fjár í Evrópu. Þetta sýna tölur frá evrópska bankaeftirlitinu (EBA). Arðsemi eigin fjár í evrópskum bankakerfum var góð 2023 og einnig í fyrra, eftir því sem fyrir liggur um það ár. Arðsemin hér á landi hefur einnig farið batnandi en er engu að síður ein sú minnsta í álfunni.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF), segir að tölurnar sýni að afkoman hafi verið lakari en almennt viðgengst í bankarekstri í Evrópu, eins og raunin hafi verið undanfarin ár. Það hafi verið áskorun fyrir bankana að skila ávöxtun í samræmi við það eigið fé sem bundið er í rekstrinum og þá áhættu sem fylgir rekstrinum.
„Heilt yfir má þó segja að afkoma íslensku bankanna að undanförnu hafi verið viðunandi og í takt við markmið eigenda bankanna sem eru
...