Eiginleg þingstörf tóku við eftir hina formlegu þingsetningu, en fyrst minntist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti Ellerts B. Schram, fv. þingmanns, sem lést í fyrri viku. Því næst samþykkti þingið tillögu kjörbréfanefndar um…
Eiginleg þingstörf tóku við eftir hina formlegu þingsetningu, en fyrst minntist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti Ellerts B. Schram, fv. þingmanns, sem lést í fyrri viku.
Því næst samþykkti þingið tillögu kjörbréfanefndar um framkvæmd kosninga og gild úrslit þeirra, en svo undirrituðu 18 nýkjörnir þingmenn drengskaparheit að stjórnarskránni.
Þórunn Sveinbjarnardóttir var ein tilnefnd til embættis forseta Alþingis, fékk 57 atkvæði og tók þá við stjórn þingfundar.
Kjörnir voru sex varaforsetar: Bryndís Haraldsdóttir (D), Ingvar Þóroddsson (C), Eydís Ásbjörnsdóttir (S), Kolbrún Á. Baldursdóttir (F), Karl Gauti Hjaltason (M) og loks Sigmundur Ernir Rúnarsson (S).
Lesnar voru tilkynningar um stjórnir þingflokka, en því
...