Hætta er á því, að mati Samtaka iðnaðarins, SI, að útflutningsvörur frá Íslandi verði tollaðar í Bandaríkjunum, komi til tollastríðs á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI segir að árið 2018 hafi verið…
Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Hætta er á því, að mati Samtaka iðnaðarins, SI, að útflutningsvörur frá Íslandi verði tollaðar í Bandaríkjunum, komi til tollastríðs á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI segir að árið 2018 hafi verið lagðir tollar í Bandaríkjunum á vörur framleiddar á Íslandi.

„Það er búið að boða það að tollar verði lagðir á Evrópusambandið, ESB, og þegar það var gert 2018 hafði það líka áhrif hér á landi, m.a. á málma sem framleiddir eru hér,“ segir Sigurður og vísar þar til kísiljárns.

Hann segir að útfærslan af hálfu Bandaríkjanna liggi ekki fyrir en menn hafi séð það áður að tollar sem beinast að ESB hafi einnig beinst að Íslandi.

...