Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lýkur í kvöld en mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Þór Jóhannesson (2.243) hafði svart gegn Vigni Vatnari Stefánssyni (2.550)
Svartur á leik
Svartur á leik

Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lýkur í kvöld en mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Þór Jóhannesson (2.243) hafði svart gegn Vigni Vatnari Stefánssyni (2.550). 46. … De4? svartur átti þvingaðan vinning í stöðunni: 46. … b5+! 47. cxb5 [47. Dxb5 Dxa2#; 47. Ka3 b4+ 48. Ka4 De4! 49. Dc2 Dc6+ 50. Kb3 a4#] 47. … De4+ og hrókurinn á g2 fellur í valinn. 47. Hg7 Hf8 48. Ka3 Dd3 49. Db5 hvítur stendur verr að vígi en í framhaldinu náði hann að halda stöðunni saman og lyktaði skákinni með jafntefli eftir 64 leiki. Fyrir lokaumferðina í kvöld hefur Vignir Vatnar þegar tryggt sér sigur á mótinu en hann hefur 7 1/2 vinning af 8 mögulegum á meðan næstu keppendur, Birkir Ísak Jóhannsson (2.184), Benedikt Briem (2.176) og Ingvar Þór Jóhannesson, eru með 6 vinninga, sjá nánar á skak.is.