Augnlæknum fækkað frá aldamótum en landsmenn þriðjungi fleiri

Stétt augnlækna er heldur þunnskipuð um þessar mundir og endurnýjun hefur látið á sér standa. Haldi fram sem horfir stefnir í óefni.

Þetta kom fram í viðtali við Maríu Soffíu Gottfreðsdóttur augnlækni í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. María er eini augnskurðlæknirinn á Íslandi sem sinnir sérhæfðum glákuaðgerðum.

Í viðtalinu bendir María Soffía á að þegar hún kom heim til Íslands úr sérnámi í augnskurðlækningum um aldamótin hafi verið 30 starfandi augnlæknar á landinu. Nú séu þeir aðeins 28. Á meðan þeim hefur fækkað hefur landsmönnum fjölgað úr 270 þúsundum í tæplega 400 þúsund.

María er ein um að gera sérhæfðar aðgerðir vegna gláku og segir að ekki séu fleiri læknar í sjónmáli með þá sérhæfingu. Við augnsjúkdómadeild Landspítalans séu sex skurðlæknar og enginn

...